Íslenski boltinn

Naumur sigur hjá Söru og stöllum hennar á Akureyri

Íslandsmeistarar Þórs/KA voru ekki langt frá því að ná í úrslit gegn ógnarsterku liði Wolfsburg í dag.

Sara Björk í baráttu við Lillý Rut Hlynsdóttur. Fréttablaðið/Auðunn

Wolfsburg með landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur innan borðs vann 0-1 sigur á Þór/KA á Akureyri í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Wolfsburg endaði í 2. sæti Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili og hefur unnið keppnina tvisvar.

Danska stórstjarnan Pernille Harder skoraði eina mark leiksins eftir hornspyrnu á 31. mínútu. 

Sara lék allan leikinn fyrir Wolfsburg sem var miklu meira með boltann og sótti stíft. Þýskalandsmeistararnir áttu tæplega 30 skot að marki Íslandsmeistaranna en boltinn fór aðeins einu sinni inn.

Mínútu fyrir leikslok var Sandra Stephany Mayor Gutierrez hársbreidd frá því að jafna þegar skot hennar fór í slána á marki Wolfsburg.

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Wolfsburg 26. september.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Landið að rísa aftur á Skaganum

Íslenski boltinn

UEFA hallast að því að halda EM 2024 í Þýskalandi

Íslenski boltinn

Völsungi úrskurðaður sigur gegn Huginn

Auglýsing

Nýjast

Tiger deilir forskotinu með Rose í Atlanta

De Bruyne stefnir á að ná leiknum gegn Man United

Mendy sviptur ökuleyfi í eitt ár

Þjálfari Úrúgvæ fær nýjan samning 71 árs gamall

Conor McGregor semur við UFC um sex bardaga

Birgir Leifur fékk tvo erni og nær niðurskurði

Auglýsing