Íslenski boltinn

Naumur sigur hjá Söru og stöllum hennar á Akureyri

Íslandsmeistarar Þórs/KA voru ekki langt frá því að ná í úrslit gegn ógnarsterku liði Wolfsburg í dag.

Sara Björk í baráttu við Lillý Rut Hlynsdóttur. Fréttablaðið/Auðunn

Wolfsburg með landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur innan borðs vann 0-1 sigur á Þór/KA á Akureyri í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Wolfsburg endaði í 2. sæti Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili og hefur unnið keppnina tvisvar.

Danska stórstjarnan Pernille Harder skoraði eina mark leiksins eftir hornspyrnu á 31. mínútu. 

Sara lék allan leikinn fyrir Wolfsburg sem var miklu meira með boltann og sótti stíft. Þýskalandsmeistararnir áttu tæplega 30 skot að marki Íslandsmeistaranna en boltinn fór aðeins einu sinni inn.

Mínútu fyrir leikslok var Sandra Stephany Mayor Gutierrez hársbreidd frá því að jafna þegar skot hennar fór í slána á marki Wolfsburg.

Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Wolfsburg 26. september.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Bryndís Lára framlengir

Íslenski boltinn

Fyrsta markið fyrir landsliðið í 870 daga

Íslenski boltinn

Tveir leikmenn Þórs/KA æfa með Leverkusen

Auglýsing

Nýjast

Birkir enn á hliðarlínunni vegna meiðsla

Þjóðadeildin gefur vel af sér til KSÍ

Kristófer verður í hóp í kvöld

Lars Lagerback arkitektinn að frábæru ári Noregs

Versta byrjun Íslandsmeistara síðan 1996

Samráð um aðgerðir gegn veðmálasvindli

Auglýsing