Íslenska kvennalandsliðið tapaði naumlega 59-65 gegn Rúmeníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni Eurobasket 2023 í kvöld. Ísland leiddi með einu fyrir lokaleikhlutann en missti Rúmena fram úr sér á lokametrunum.

Kvennalandsliðið mætir Ungverjalandi á sunnudaginn og er hægt að taka margt jákvætt úr leik kvöldsins.

Í fjarveru Helenu Sverrisdóttur og Hildar Bjargar Kjartansdóttur var ljóst að það yrðu aðrir leikmenn að taka af skarið í liði Íslands og var leikurinn hnífjafn frá fyrstu sekúndunum.

Rúmenar leiddu með einu stigi í hálfleik en Íslendingar náðu forskotinu fyrir lokaleikhlutann. Á lokametrunum voru það heimakonur sem reyndust sterkari.

Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í liði með Ísland með sautján stig ásamt því að taka niður ellefu fráköst fyrir tvöfaldri tvennu. Átta leikmenn Íslands komust á blað í dag.