Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, kom í Í­þrótta­vikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hring­braut á föstu­dags­kvöldum. Gestur með honum var Hjör­var Haf­liða­son, doktor Foot­ball.

Þeir fóru yfir fréttir vikunnar og fóru meðal annars að ræða um að UEFA ætli að loka gatinu sem Chelsea fann á fjár­hags­reglum UEFA.

„Hug­myndin gengur út á það sé þak sett á það sem þú getur eytt. Og leiðin sem þeir fóru var að dreifa kostnaði yfir mjög langan tíma. Borga einn áttunda á ári. Ég held að það sé skyn­sam­legt,“ sagði Bjarni.

Hjör­var benti á að peningarnir væru miklir í ensku úr­vals­deildinni og fólk verði að átta sig á að Ofur­deildin væri þegar til. „Leik­menn í Notting­ham For­est eru að koma frá At­letico Madrid. Þeir eru að fara frá sömu­leiðis frá At­letico í Úlfana.

Við erum að horfa á úr­slita­leikinn á HM og það er Heims­meistari sem spilar í Brig­hton og Aston Villa. Eðli­lega horfa snillingarnir á Spáni slefandi á peningana í Eng­landi og hugsa: Við verðum að komast í eitt­hvað af þeim.

Spán­verjar eru að verða langt á eftir. Það fara fjögur lið í riðla­keppnina í Meistara­deildina og það er eitt lið sem fer á­fram í 16 liða úr­slitin.

Öll stóru fé­laga­skiptin í janúar eru frá Eng­landi og fólk verður að átta sig á því að Ofur­deildin er þegar til.“