Valgarð Reinhardsson keppti í morgun á þremur áhöldum á heimsbikarmótinu í Melbourne í Ástralíu. 

Hann hóf keppni í stökki. Fyrri tilraunin tókst vel en sú síðari gekk ekki jafn vel og hann komst ekki í úrslit. Valgarð fékk 13.541 í einkunn og endaði í 14. sæti.

Valgarð komst heldur ekki í úrslit á tvíslá og svifrá en er þriðji varamaður inn í úrslit á báðum áhöldum. Hann endaði í 11. sæti í báðum greinum.

Valgarð fékk 13.100 í einkunn á tvíslá og 13.566 í einkunn fyrir æfingar sínar á svifrá.

Hann keppti í gólfæfingum í gær og endaði þar í 20. sæti.

Æfingar Valgarðs frá deginum í dag má sjá hér fyrir neðan.