Dómsmál Ryan Giggs hélt áfram í dómssal í dag og var farið yfir atburðarrásina kvöldið sem Ryan Giggs er sagður hafa skallað fyrrum kærustu sína Kate Greville. Þá var nágranni Giggs kallaður í vitnastúkuna og hún kom með sitt sjónarhorn á kvöldinu. Verjendur Giggs halda því fram að Giggs hafi óvart lent með höfuð sitt á höfuði Kate.

Emma Greville, systir Kate sagði það af og frá að um óviljaverk hafi verið að ræða af hálfu Giggs líkt og verjendur hans héldu fram. ,,Það sannast í því hvernig hann greip um axlir hennar, skallaði hana og sagði að hann myndi skalla mig næst. Fyrir mér er ekki um slys að ræða. Hann hefur aldrei beðið okkur afsökunar, hvað þá þegar systir mín lá öskrandi í gólfinu.

Hún segir Giggs hafa orðið órólegan eftir að hafa skallað Kate. ,,Hann strunsaði stressaður fram og til baka."

Þá var nágranni Giggs einnig kölluð í vitnastúkuna í dag.

Hann var í einu orði sagt í uppnámi," sagði Linda Chung, nágranni Ryan Giggs í vitnastúkunni í dag um kvöldið sem Giggs er sagður hafa skallað Kate. ,,Hann bað mig um að hjálpa sér. Sagði að Kate væri að saka hann um að halda í við aðrar konur. Hann vildi að ég færi yfir til sín og myndi tala vit fyrir henni."

Linda segist hafa sagt að við Giggs að hún gæti ekki hjálpað honum því hún vissi ekki hvað hefði gengið á milli hans og Kate. ,,Hann horfði á mig, það var helli rigning úti, hann í uppnámi og ég tók eftir því að hann var í inniskónum sínum. Þá bað hann mig um að hringja í lögregluna. 'Hún er með símann minn og vill ekki fara' sagði hann við mig."

,,Ég rétti símann minn fram og sagði honum að hann gæti hringt í lögregluna. Ég var að reyna aðstoða hann en ætlaði ekki að hringja í lögregluna fyrir hann." Linda segir hjarta sitt hafa verið á fullu á meðan þetta gekk á. Hún hafi ekki viljað skipta sér af ástandi sem gæti haft afleiðingar fyrir hana.

,,Hann labbaði í burtu og ég horfði á eftir honum. Eiginmaðurinn minn var ekki ánægður með mig fyrir að hafa skipt mér af ástandinu. Ég var svo áhyggjufull að ég fylgdist með úr einum af glugganum á húsinu mínu.

Ásakanirnar:

The Athletic hefur tekið saman allar ásakanirnar á hendur Giggs og eru þær eftirfarandi auk meintrar árásar sem á að hafa átt sér stað í nóvember árið 2020:

  • Að hafa sent fyrrum kærustu skilaboð, og/eða blokkað hana þegar að hún var úti að skemmta sér með vinkonum sínum.
  • Hótaði að senda tölvupósta á vini hennar sem og samstarfsmenn um kynferðislegar athafnir þeirra og hegðun.
  • Hent henni (Greville) og eigum hennar út úr húsinu þegar að hún spurði Giggs út í samband hans við aðrar konur.
  • Á Stafford hótelinu í Lundúnum, hafi hann sparkað í bak hennar, hent henni út úr herberginu án klæða og í kjölfarið hent tösku hennar í hana eftir að Greville sakaði Giggs um að hafa reynt við aðrar konur.
  • Ítrekað sent óæskileg skilaboð og hringt óæskileg símtöl til hennar og vina hennar þegar að hún reyndi að slíta sambandi þeirra.
  • Mætti ítrekað óumbeðinn á heimili hennar, vinnustað sem og líkamsræktarstöð eftir að hún reyndi að binda enda á samband þeirra.

Giggs hefur neitað sök í öllum liðum en undanfarna mánuði hefur hann verið laus gegn tryggingu gegn ákveðnum skilyrðum. Hann hefur ekki mátt setja sig í samband við Kate Greville né Emmu systur hennar.