Julian Nagelsman, þjálfari Bayern Munchen, greindist með Covid-19 í morgun eftir að hafa stýrt liði Bayern í 4-0 sigri á Benfica í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld.

Bayern greinir frá þessu í dag og að Nagelsmann hafi verið fullbólusettur.

Hann mun því ferðast með sjúkraflugi frá Portúgal aftur til Þýskalands, fjarri leikmönnum Bayern og fara í einangrun við heimkomuna.

Nagelsmann verður því fjarverandi þegar Bayern tekur á móti Hoffenheim um helgina.