Næstu skref í við­ræðum um kaup á enska úr­vals­deildar­fé­laginu Manchester United hafa nú þegar verið tekin. Full­trúar þeirra kaup­til­boða sem Glazer-fjöl­skyldan í­hugar nú, munu hitta for­ráða­menn Manchester United á Old Traf­ford á morgun.

Meðal þeira sem muni mæta á svæði eru full­trúar til­boðsins sem hefur verið tengt við Katar. Þá muni full­trúar Ís­lands­vinarins og breska auð­kýfingsins Sir Jim Ratclif­fe einnig mæta til Manchester.

Fresturinn til þess að skila inn til­boði í Manchester United rann út í síðasta mánuði. Til­boðs- og kaup­ferlið er í höndum Raine Group.

Í kjöl­far fundanna á Old Traf­ford greinir Daily Mail frá því að lík­legt sé að við taki tíma­bil þar sem lítið af upp­lýsingum fáist um þróun mála.

Full­trúar þeirra sem eiga inni kaup­til­boð í fé­laginu munu fá að­gang að ýmsum tölu­legum upp­lýsingum varðandi rekstur Manchester United til þess að fá betri mynd af fé­laginu.

Eins og er, er bara vitað um þau tvö til­boð sem talin hafa verið upp hér að ofan en talið er að tvö önnur til­boð séu einnig til staðar.