Handbolti

Næstu skref ákveðin á fundi í dag

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi FH, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðlsa vegna brots Andra Heimis Friðrikssonar, leikmanns ÍBV, í fjórða leik liðanna í úrslitum Olísdeildar karla í handbolta í Vestmannaeyjum í gær.

Gísli Þorgeir í leik með FH gegn Selfossi í undanúrslitum deildarinnar. Fréttablaðið/Anton

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi FH, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðlsa vegna brots Andra Heimis Friðrikssonar, leikmanns ÍBV, í fjórða leik liðanna í úrslitum Olísdeildar karla í handbolta í Vestmannaeyjum í gær.

Brotið átti sér stað þegar um það stundarfjórðungur var liðinn af leiknum, en Gísli Þorgeir gat ekki leikið meira með í leiknum vegna meiðsla á öxl og höuðmeiðsla.

Gísli flaug til Reykjavíkur í gær þar sem hlúð var að meiðslum hans, en FH liðið varð eftir í Vestmannaeyjum þar sem liðið gisti í nótt og fer svo til lands í dag. Liðin mætast í fjórða leik liðanna á morgun, en óljóst er hvort Gísli Þorgeir verði búinn að ná sér í tæka tíð fyrir þanna leik.

FH-ingar eru hins vegar æfir yfir því að Andra Heimi hafi ekki verið refsað frekar en með tveggja mínútna brottvísun fyrir það sem þeir telja grófa líkamsárás á Gísla Þorgeir. Stjórnin hyggst funda í dag og ákveða hvernig þeir bregðast við málinu.  

„Stjórn handknattleikdeildar FH mun funda á morgun föstudag vegna grófrar líkamsárásar Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeir Kristjánsson í leik liðanna í Vestmannaeyjum í kvöld. 

Gísli Þorgeir slasaðist mjög illa og lítur stjórn handknattleiksdeildar FH málið alvarlegum augum," segir í yfirlýsingu stjórnar handknattleiksdeildar FH sem sett var á facebook-síðu deildarinnar í gærkvöldi og undirrituð er af Ásgeiri Jónssyni, formanni deildarinnar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Meistari í þriðja landinu á síðustu þremur árum

Handbolti

Bundu endi á 10 ára sigurgöngu Veszprém

Handbolti

Bjarki Már EHF-meistari

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

FH upp að hlið Breiðabliki á toppnum

HM 2018 í Rússlandi

Hannes tekinn af velli vegna meiðsla

HM 2018 í Rússlandi

24 dagar í HM

Sport

Þrjú komin á heimsleikana

Fótbolti

Kviknaði í sigur­rútu Red Star Bel­grad

Enski boltinn

Segir Lukaku hafa ákveðið að byrja á bekknum

Auglýsing