Handbolti

Næstu skref ákveðin á fundi í dag

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi FH, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðlsa vegna brots Andra Heimis Friðrikssonar, leikmanns ÍBV, í fjórða leik liðanna í úrslitum Olísdeildar karla í handbolta í Vestmannaeyjum í gær.

Gísli Þorgeir í leik með FH gegn Selfossi í undanúrslitum deildarinnar. Fréttablaðið/Anton

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi FH, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðlsa vegna brots Andra Heimis Friðrikssonar, leikmanns ÍBV, í fjórða leik liðanna í úrslitum Olísdeildar karla í handbolta í Vestmannaeyjum í gær.

Brotið átti sér stað þegar um það stundarfjórðungur var liðinn af leiknum, en Gísli Þorgeir gat ekki leikið meira með í leiknum vegna meiðsla á öxl og höuðmeiðsla.

Gísli flaug til Reykjavíkur í gær þar sem hlúð var að meiðslum hans, en FH liðið varð eftir í Vestmannaeyjum þar sem liðið gisti í nótt og fer svo til lands í dag. Liðin mætast í fjórða leik liðanna á morgun, en óljóst er hvort Gísli Þorgeir verði búinn að ná sér í tæka tíð fyrir þanna leik.

FH-ingar eru hins vegar æfir yfir því að Andra Heimi hafi ekki verið refsað frekar en með tveggja mínútna brottvísun fyrir það sem þeir telja grófa líkamsárás á Gísla Þorgeir. Stjórnin hyggst funda í dag og ákveða hvernig þeir bregðast við málinu.  

„Stjórn handknattleikdeildar FH mun funda á morgun föstudag vegna grófrar líkamsárásar Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeir Kristjánsson í leik liðanna í Vestmannaeyjum í kvöld. 

Gísli Þorgeir slasaðist mjög illa og lítur stjórn handknattleiksdeildar FH málið alvarlegum augum," segir í yfirlýsingu stjórnar handknattleiksdeildar FH sem sett var á facebook-síðu deildarinnar í gærkvöldi og undirrituð er af Ásgeiri Jónssyni, formanni deildarinnar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Axel velur æfingahóp

Handbolti

„Sagði við Szilágyi að við myndum mæta Kiel“

Handbolti

Þriðji sigur Hauka í röð

Auglýsing

Nýjast

Auka fjárframlög til kvennaboltans um helming

Segja að Raiola sé búinn að semja við Barcelona

Bolt er með tilboð frá liði í Evrópu

Guardiola opinn fyrir því að þjálfa á Ítalíu

Ríkjandi meistarar fara í Sandgerði

Luke Shaw að fá nýjan samning

Auglýsing