Si­mone Biles, ein fremsta fimleikakona heims, segir að Ólympíuleikarnir í Tókýó verði hennar síðustu á ferlinum þrátt fyrir að hún sé aðeins 22 ára gömul.

Biles sló í gegn með liði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún vann fjögur gullverðlaun og tók bronsverðlaun í jafnvægisslá.

Hún hefur verið ein fremsta fimleikakona heims undanfarin sex ár en meiðsli gera það að verkum að hún neyðist til að hætta eftir næstu Ólympíuleika.

„Ólympíuleikarnir í Tókýó verða mínir síðustu leikar. Líkami minn hefur gengið í gegnum ýmislegt og hann er að brotna niður. Það sést ekki utan frá en ég finn fyrir því. Ég finn yfirleitt fyrir sársauka og ég er búin að venjast því. Ef ég finn ekki fyrir sársauka finnst mér ég geta gert meira.“