Karlalið Íslands í knattspyrnu fékk slæma útreið gegn spænska landsliðinu í gær þegar Spánverjar unnu 5-0 sigur á Íslandi í æfingaleik á Riazor vellinum í Deportivo.

Þetta var næstversta tap karlalandsliðs Íslands í 21 ár á eftir 0-6 niðurlægingu gegn Sviss í fyrsta leik Íslands í Þjóðadeildinni árið 2018.

Ljóst var að verkefnið yrði erfitt enda spænska liðið eitt það besta í heiminum.

Síðastliðin ár hefur karlalandsliðið fengið nokkra skelli en iðulega ekki jafn slæma og í gær, þrátt fyrir að Spánverjar hafi farið illa með nokkur færi í leiknum.

Stærstu töp Íslands síðustu tuttugu ár

0-6 gegn Sviss í Þjóðadeildinni (08.08.2018)

0-5 gegn Spáni í æfingaleik (29.03.2022)

0-5 gegn Svíþjóð í undankeppni EM (06.06.2007)

1-6 gegn Englandi í æfingaleik (04.06.2004)

1-6 gegn Brasilíu í æfingaleik (07.03.2002)

1-5 gegn Suður-Kóreu í æfingaleik (15.01.2022)

0-4 gegn Þýskalandi í undankeppni HM (08.09.2021)

0-4 gegn Englandi í Þjóðadeildinni (18.11.2020)

1-5 gegn Belgíu í Þjóðadeildinni (08.09.2020)

0-4 gegn Frakklandi í undankeppni EM (25.03.2019)

0-4 gegn Ungverjalandi í undankeppni EM (10.08.2011)

0-4 gegn Lettlandi í undankeppni EM (07.10.2006)

0-4 gegn Króatíu í undankeppni HM (26.03.2005)