Spá Jóns Sveins­sonar, þjálfara Bestu deildar liðs Fram í knatt­spyrnu karla fyrir HM í Katar hefur vakið tölu­verða at­hygli en kalla má spá Jóns nær full­komna. Jón var einn af á­lits­gjöfum Sögur út­gáfa ehf. sem gefur út bók Illuga Jökuls­sonar sem fjallar um hetjur HM í knatt­spyrnu og kom út núna í haust.

Í bókinni er fjallað um heims­meistara­keppnina í Katar sem lauk fyrir viku síðan en í bókinni er einnig fjallað heil­mikið um fyrri hetjur HM og mögu­legar hetjur fram­tíðarinnar í helstu lands­liðum.

Í til­efni af út­gáfu bókarinnar fengu for­ráða­menn Sögur út­gáfur ehf nokkra á­lits­gjafa til þess að stilla upp sínum drauma­liðum með sínum gömlu og nýju hetjum og segja okkur við hverju fólk mætti búast við á HM í Katar.

Meðal þeirra sem þar sátu fyrir svörum voru í­þrótta­blaða­maðurinn Víðir Sigurðs­son, Ás­gerður Stefanía Baldurs­dóttir, Gummi Ben, Arnar Gunn­laugs, Óli Kristjáns og Margrét Lára.

Skemmst er frá því að segja að einn á­lits­gjafanna, þó ekki neinn af ofan­greindum, sá greini­lega fyrir hvernig þetta mót spilaðist. Það hafi að­eins einn spá­dómur þess á­lits­gafa verið fjarri lagi, allt annað sé eftir bókinni.

Sá á­lits­gjafi reyndist knatt­spyrnu­þjálfarinn Jón Sveins­son, þjálfari Bestu deildar liðs Fram.

Maður mótsins?

  • Hann spáði því að Lionel Messi, leikmaður Argentínu yrði valinn leikmaður mótsins. Það raungerðist

Markakóngur?

  • Jón spáði því að Kylian Mbappé yrði markakóngur mótsins. Mbappé varð markakóngur mótsins með átta mörk skoruð.

Hver kemur á óvart?

  • Jón spáði því að Jude Bellingham, ungur miðjumaður enska landsliðsins myndi koma á óvart. Bellingham var einn af ljósu punktunum í liði Englands á mótinu og vakti töluverða athygli.

Hvaða lið munu leika í úrslitaleiknum og hvernig fer hann?

  • Jón spáði því að Argentína og Frakkland myndu mætast í úrslitaleiknum og að Argentína myndi bera sigur úr býtum, 3-2. Argentína bar sigur úr býtum á mótinu og varð heimsmeistari, þó eftir leik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Eina spá Jóns sem var fjarri lagi var spá hans um að Serbía myndi komast í undanúrslit mótsins. Serbar féllu úr leik eftir riðlakeppnina.

HM spá Jóns