Michael John­son, fyrrum sprett­hlaupari og hand­hafi fjögurra gull­verð­launa á Ólympíu­leikunum, segist hafa þurft að læra að ganga á nýjan leik eftir að hafa fengið heila­blóð­fall árið 2018.

Læknar töldu það nánast ó­hugsandi að John­son, sem er goð­sögn meðal sprett­hlaupara, myndi ná tak­marki sínu um að geta gengið á nýjan leik en það tók hann að­eins tvo mánuði að hrekja á brott þær efasemdaraddir.

Michael Johnson er goðsögn
Fréttablaðið/GettyImages

,,Ég tel að það hafi gefið mér gott for­skot og góðan grunn að hafa verið at­vinnu í­þrótta­maður þegar að endur­hæfingin hófst," segir John­son í hlað­varps­þættinum Per­for­mance Peop­le.

Leið­beiningarnar frá iðju­þjálfurum hafi hann náð að tengja við leið­beiningar þjálfara síns frá sprett­hlaupara ferlinum.

,,Læknarnir vissu ekki hvort ég myndi labba á nýjan leik en ég sagði við eigin­konu mína að ég myndi ná mér að fullu."

Nú getur John­son stundað á­huga­mál sín á borð við hjól­reiðar, róður og hlaup en viður­kennir að það hafi þurft mikla erfiðis­vinnu til.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Michael Johnson hér fyrir neðan: