Spánverkinn Rafael Nadal þrumaði tennisbolta í boltastelpu í viðureign sinni á Opna ÁStralska meistaramótinu í dag. Nadal, og áhorfendur reyndar líka, brá greinilega mikið við að sjá boltann smella í boltastúlkunni og hljóp Spánverjinn að henni til að biðjast afsökunnar. Gaf henni koss á kinn og sagði auðmjúkur I´m sorry.

Nadal var að keppa við argentínumanninn Federico Delbonis í annari umferð mótsins 6-3, 7-6 og 6-1 og er kominn áfram í þriðju umferð. Eftir viðureignina gaf hann stelpunni þó nokkra muni og baðst aftur auðmjúklega afsökunnar.

„Fyrir hana var þetta ábyggilega ekkert sérstök stund. En hún bar sig vel og er greinilega hugrökk ung stúlka. Þetta var ein af mínum verstu stundum á tennisvellinum því mér fannst eins boltinn stefndi beint í hausinn á henni,“ sagði Nadal eftir leik en hann hefur unnið mótið aðeins einu sinni, árið 2009.

Sjá má viðbrögð Nadal eftir rúma eina mínútu og 20 sekúndur.