Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, deildi í dag á samskiptamiðlum sínum nýrri treyju sem kvennalandsliðið kemur til með að leika í á Evrópumóti kvenna í sumar.

Á dögunum var frumsýnd ný keppnistreyja landsliðanna en um leið að sérstök treyja yrði gefin út í samstarfi við Puma fyrir Evrópumót kvenna.

Vanda deildi mynd af búningnum á Instagram síðu sinni fyrr í dag þar sem það sést meðal annars í Glódísi Perlu Viggósdóttur sem er samningbundin Puma að árita treyju.

Glódís áritar nýju treyjuna
mynd/skjáskot af Instagram-síðu Vöndu
Treyjan líkist þeirri sem kynnt var á dögunum en með öðruvísi mynstri
mynd/instagram-síða Vöndu