Fjölmargir Íslendingar verða viðstaddir leik Íslands og Svíþjóðar á HM í handbolta sem fer fram í Gautaborg í kvöld.

Að sögn Ásdísar Rögnu Valdimarsdóttur er gríðarleg stemming í íslenska stuðningsmannahópnum.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur og mun mikið mæða á stuðningsmannasveit Íslands að styðja við bakið á íslenska liðinu í kvöld.
Mynd/Aðsend
Fjölmargir fóru utan fyrr í dag til að vera viðstaddir leiki helgarinnar
Mynd/Aðsend