Stelpurnar okkar æfðu á keppnisvellinum í Manchester, Manchester City Acedemy Stadium í dag í aðdraganda leiks Íslands og Belgíu á morgun.

Kvennalandsliðið fékk með því að kynnast aðstæðum á vellinum sem hýsir kvennalið Manchester City.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, smellti af þessum myndum af æfingunum.

Amanda, yngsti leikmaður Íslands, slær á létta strengi með aldursforsetanum Sif
Fréttablaðið/Ernir
Glódís Perla var einbeitingin uppmáluð
Fréttablaðið/Ernir
Reynsluboltarnir Sara Björk og Glódís slá á létta strengi
Fréttablaðið/Ernir
Sif sýnir takta í reit
Fréttablaðið/Ernir
Það var heilmikið keppnisskap hjá leikmönnunum í reitarboltanum
Fréttablaðið/Ernir
Sara miðlar af reynslu sinni
Fréttablaðið/Ernir
Þorsteinn hélt stutta ræðu fyrir æfingu
Fréttablaðið/Ernir
Sara á jogginu
fréttablaðið/ernir
Þorsteinn á hliðarlínunni
Fréttablaðið/Ernir