Cristiano Ronaldo hefur hafið leik á sínu fimmta og síðasta Heimsmeistaramóti í knattspyrnu en flautað var til leiks í leik Portúgal og Gana klukkan 16:00.

Ronaldo, hefur upplifað krefjandi vikur undanfarið og á dögunum var tilkynnt að hann og Manchester United hefði ákveðið í sameiningu að rifta samningi sín á milli.

Það fór ekki á milli málanna þegar þjóðsöngur Portúgals var spilaður fyrir leik Portúgal og Gana áðan hversu miklu máli þetta heimsmeistaramót skiptir Ronaldo og hafa samfélagsmiðlar logað eftir að Ronaldo virtist ansi grátklökkur syngja með portúgalska þjóðsöngnum.