Sport

Að sniðganga HM hjálpar engum

Forseti þýska knattspyrnusambandsins segir að það hjálpi engum að ætla að sniðganga HM í knattspyrnu í sumar, það hafi áður verið reynt að koma pólitískum skilaboðum áleiðis með því en það hefði engu skilað.

Grindel á góðri stundu ásamt Lahm. Fréttablaðið/Getty

Forseti þýska knattspyrnusambandsins, Reinhard Grindel, segir að það verði að grípa til annnara úrlausna en að þjóðir fari að sniðganga Heimsmeistaramótið í knattspyrnu vegna þess að mótið fari fram í Rússlandi.

Raddir hafa heyrst um að þjóðir ættu ekki að taka þátt í sumar í ljósi erfiðs sambands ríkja og Evrópusambandsins við Rússa þegar kemur að stríðinu í Sýrlandi sem og árás á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttir hans í London á dögunum.

Fyrir 38 árum síðan neituðu 66 þjóðir að senda þátttakendur á Sumarólympíuleikana í Moskvu. Kalda stríðið var í gangi og ákváðu Bandaríkin að senda ekki lið, stutt síðar fylgdu bandamenn Bandaríkjanna því eftir og ákváðu að senda ekki þátttakendur.

Leiddi það til þess að Sovétmenn og þeirra bandamenn ákváðu að sniðganga næstu Sumarólympíuleika árið 1984 sem fóru fram í Los Angeles.

„Við styðjum málefnalegar viðræður í stað þess að sniðganga mótið, það hlýtur að vera hægt að finna lausn. Að sniðganga viðburði hefur ekki hjálpað til þessa eins og leikarnir í Moskvu 1980 sýndu. Gott dæmi um sameiningartáknið sem íþróttir skapa eru nýafstaðnir Vetrarólympíuleikar í Suður-Kóreu,“ sagði Grindel en Norður-Kórea sendi lið til þátttöku á Vetrarólympíuleikunum hjá nágrannaríki sínu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Guðjón Valur valinn leikmaður umferðarinnar

Fótbolti

Messi skákaði Ronaldo með þrennu sinni

Fótbolti

Arnór gæti þreytt frumraun sína

Auglýsing

Nýjast

Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld

Tíu bestu erlendu leikmennirnir

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Auglýsing