Buka­yo Saka, ein af vonar­stjörnum enska lands­liðsins í knatt­spyrnu sem og enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Arsenal stóðst ekki mátið þegar enska knatt­spyrnu­goð­sögnin David Beck­ham mætti á æfingu enska lands­liðsins í Katar nú á dögunum.

Mynd­skeið sem enska knatt­spyrnu­sam­bandið deildi á sam­fé­lags­miðlum hefur vakið mikla at­hygli en þar sést Saka trufla sam­ræður Beck­ham við enska lands­liðs­þjálfarann Gareth Sout­hgate til þess að biðja um mynd með þeim fyrr­nefnda.

Beck­ham er goð­sögn á heims­mæli­kvarða í knatt­spyrnu­heiminum eftir at­vinnu­manna- og lands­liðs feril hans í í­þróttinni. Þá er hann núna einn af eig­endum banda­ríska knatt­spyrnu­fé­lagsins Inter Miami og gegnir þessa dagana stöðu sendi­herra HM í Katar.

Sjálfur er Saka ein af vonar­stjörnum Eng­lands og Arsenal og hefur hann í­trekað sýnt snilli sína á HM til þessa.

Fram undan er stærsti leikur Eng­lands á HM til þessa en á laugar­daginn kemur mæta Eng­lendingar Frökkum í 8-liða úr­slitum HM í Katar.