Bukayo Saka, ein af vonarstjörnum enska landsliðsins í knattspyrnu sem og enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal stóðst ekki mátið þegar enska knattspyrnugoðsögnin David Beckham mætti á æfingu enska landsliðsins í Katar nú á dögunum.
Myndskeið sem enska knattspyrnusambandið deildi á samfélagsmiðlum hefur vakið mikla athygli en þar sést Saka trufla samræður Beckham við enska landsliðsþjálfarann Gareth Southgate til þess að biðja um mynd með þeim fyrrnefnda.
Beckham er goðsögn á heimsmælikvarða í knattspyrnuheiminum eftir atvinnumanna- og landsliðs feril hans í íþróttinni. Þá er hann núna einn af eigendum bandaríska knattspyrnufélagsins Inter Miami og gegnir þessa dagana stöðu sendiherra HM í Katar.
Sjálfur er Saka ein af vonarstjörnum Englands og Arsenal og hefur hann ítrekað sýnt snilli sína á HM til þessa.
Fram undan er stærsti leikur Englands á HM til þessa en á laugardaginn kemur mæta Englendingar Frökkum í 8-liða úrslitum HM í Katar.
“Sorry to interrupt, can I have a picture with you?”
— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2022
Bukayo Saka, some guy ❤️pic.twitter.com/0FdLatWjdt