Breski vefmiðillinn Daily Mail birtir í dag myndband af björgun bandarísku sundkonunnar Anitu Alvarez sem missti meðvitund í sundlaug í keppni á heimsmeistaramótinu sem fer fram þessa dagana í Búdapest í Ungverjalandi.
Það var þjálfari Anitu, fjórfaldi ólympíumeistarinn Andrea Fuentes sem var fljót að átta sig á aðstæðunum. Hún sá að ekki var allt með felldu hjá Anitu, dýfði sér í sundlaugina og dró hana upp á yfirborðið.
Þegar í stað hófst endurlífgun, Anita komst til meðvitundar og í stöðugt ástand og var síðan flutt á nærliggjandi sjúkrahús.
Samkvæmt upplýsingum sem Andrea Fuentes gaf frá sér í viðtali við spænska miðilinn Marca er líðan Anitu sé góð eftir atvikum, nú þurfi hún bara að hvíla sig.
Þetta er í annað skipti sem Andrea Fuentes, þjálfari Anitu þarf að koma henni til bjargar í sundlauginni en svipað atvik átti sér stað á síðasta ári á undanmóti fyrir Ólympíuleikana.