FH-ingurinn Kol­beinn Hörður Gunnars­son gerði sér lítið fyrir í gær­kvöldi og bætti 30 ára gamalt Ís­landset í 60 metra hlaupi á Nike móta­röðinni í Kapla­krika er hann hljóp 60 metrana á 6,68 sekúndum.

Kol­beinn bætti þar með Ís­lands­met frá árinu 1993 og var greini­lega með­vitaður um af­rekið. Alls konar til­finningar gerðu vart um sig að hlaupi loknu hjá Kolbeini líkt og sést á mynd­bandi sem Frjáls­í­þrótta­sam­band Ís­lands deilir á sam­fé­lags­miðlum.

Metið var áður í höndum Einars Þórs Einars­sonar sem setti það árið 1993 er hann hljóp 60 metrana á 6,80 sekúndum.