Alphonso Davies, leikmaður Bayern og kanadíska landsliðsins, átti erfitt með að hemja tilfinningar sínar þegar Kanada komst áfram í lokakeppni HM í fyrsta sinn í 36 ár í gærkvöld þegar hann var í beinni útsendingu á Twitch síðu sinni.
Davies er sjálfur að glíma við meiðsli og missir af síðustu leikjum Kanada í undankeppninni.
Canada are going to the @FIFAWorldCup ✔️
— FC Bayern English (@FCBayernEN) March 28, 2022
Look what it means to Phonzy ❤️
🎥: @thatboydavies19/Twitch #MiaSanMia pic.twitter.com/4VixsIcpEP
Kanada vann 4-0 sigur á Jamaíka í gærkvöld sem tryggði Kanadamönnum sæti á HM í Katar í nóvember þegar einn leikur er eftir af undankeppninni.
Þetta verður í annað sinn í sögunni og í fyrsta sinn síðan 1986 sem Kanada kemst áfram í lokakeppnina.