Íslenska kvennalandsliðið mætir því belgíska í fyrsta leik á Evrópumóti kvenna síðdegis í dag. Leikurinn fer fram á akedemíuvelli Manchester City.

Völlurinn er í næsta nágrenni við Etihad völlinn og er heimavöllur kvennaliðs Manchester City. Hann tekur sjö þúsund manns á hefðbundnum leikdegi en þar sem óheimilt er að selja í stæði verða 4800 manns í dag.

Sara Björk Gunnarsdóttir gagnrýndi mótshaldara fyrir að notast við þennan völl en það var annar tónn í landsliðsfyrirliðanum í gær.

Þá sagðist hún vera ánægð með völlinn og aðstæðurnar væru frábærar.