Stöðva þurfti æfingu brasilíska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á dögunum þegar páfagaukur lenti á hausnum á varnarmanninum Bruna Benites.

Brasilískir fjölmiðlar birtu myndir og myndbönd frá atvikinu sem sjá má hér fyrir neðan en páfagaukurinn stöðvaði leik á æfingu landsliðsins.

Páfagaukurinn lenti óvænt á höfði Benites sem hefur verið í brasilíska landsliðshópnum í átta ár. Starfsmaður liðsins náði að hrekja páfagaukinn á brott en næsti áfangastaður var sláin og marknetið

Benites virtist hafa gaman af atvikinu og sagði þetta skilaboð frá æðri máttarvöldum um mikilvægi þess að vernda dýrin í Instagram-færslu.