Max Merrill var meðal á­horf­enda á leik­vellinum í Munchen í gær þar sem mót­mælandi lenti næstum því ofan á á­horf­endum þar sem hann flæktist í fall­hlíf sinni í loft­mynda­vélum, rétt fyrir lands­leik Frakk­lands og Þýska­lands í gær.

Merrill birtir ó­trú­legt mynd­band úr stúkunni. Fram hefur komið í fréttum, meðal annars breska blaðsins Guar­dian, að mót­mælandinn sem var á vegum náttúru­verndar­sam­takanna Green­peace hafi beðist af­sökunar á lendingunni. Fram hefur komið í til­kynningu UEFA að ein­hverjir hafi meiðst vegna mót­mælandans.

Sjá mátti lands­liðs­þjálfara Frakka, Didi­er Deschamps forða sér undan fljúgandi braki mynda­véla sem flaug til jarðarinnar vegna mót­mælandans. Að sögn Green­peace átti mót­mælandinn að fljúga yfir völlinn og kasta latex bolta á völlinn með skila­boðum.

Á fall­hlíf mót­mælandans mátti lesa „SPARKIÐ ÚT OLÍUNNI“ sem og merki sam­takanna. Að sögn tals­manna lenti hann í hrak­förum fyrir ofan völlinn og neyddist því til að lenda á vellinum. Hafa sam­tökin beðist af­sökunar á því að hafa slasað í hið minnsta tvo á­horf­endur.