Sláandi myndband af yngri flokka æfingu ruðningsliðs í Bandaríkjunum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Caden Sterns, leikmaður NFL-liðs Denver Broncos sér sig tilneyddan til þess að benda á hversu rangt það er að etja börnum með þessum hætti á þessum aldri.

Á myndbandinu má sjá myndband af æfingu barna á grunnskólaaldri. Sóknarmaðurinn með boltann fer ansi harkalega í varnarmanninn en svo virðist sem æfingin gangi út á að komast framhjá honum eða keyra hann niður.

Caden Sterns, sem er atvinnumaður í íþróttinni bendir á það í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter að það sé alltof snemmt að vera etja börnum saman með þessum hætti á æfingum á meðan að þau séu ekki eldri en raun ber vitni.

Myndbandið sýnir harkalegan árekstur og þungt högg þar sem barnið í varnarhlutverkinu liggur eftir á jörðinni. Nærstaddir hafa gaman að atvikinu og má heyra hlátrasköll í bakgrunni.