Þrátt fyrir ýmsa samgönguörðugleika var búið að fjölga verulega á stuðningsmannasvæðinu í Rotherham og voru Íslendingar í verulegum meirihluta.

Það er gríðarlegur hiti í Rotherham þessa stundina á meðan hitabylgja gengur yfir England og voru stuðningsmenn Íslands heldur rólegri í dag.

Þegar líða tók á daginn og það fór að bætast í hóp Íslendinga myndaðist skemmtileg stemming sem Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, myndaði.

Stuðningsmennirnir sungu þjóðsönginn um tíma
Ungir sem aldnir tóku vel undir
Skemmtikraftarnir stóðu fyrir sínu
Margir voru með hatta og húfur til að verjast sólinni
Bæjaryfirvöld voru með fjölmarga heilbrigðisstarfsmenn tilbúna ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis
Það var létt yfir mannskapnum
Heimamenn skemmtu
Það var hægt að næla í minjagripi
Allir hressir
Og tilbúnir í slaginn