Lokunar­há­tíð Ólympíu­leikanna í Tókýó fór fram fyrr í dag en ó­hætt er að segja að um for­dæma­lausa Ólympíu­leika hafi verið að ræða í ljósi Co­vid-far­aldursins. Þrátt fyrir að veiran hafi sett sitt mark á keppnina í ár komu upp nokkur minni­stæð at­vik.

Má þar til að mynda nefna á­kvörðun hinnar banda­rísku Simone Biles um að draga sig úr keppni, sögu­legur sigur Ela­ine Thomp­son-Herah frá Jamaíku í 100 og 200 metra hlaupi, og sam­eigan sigur Mutaz Bars­him frá Katar og Gian­marco Tam­beri frá Ítalíu í há­stökki, meðal annars.

Banda­ríkin fengu flestar medalíur á Ólympíu­leikunum í sumar, í heildina 113, en þeir tóku gull í 39 greinum. Þar á eftir kom Kína með 88 medalíur í heildina, þar af 38 gull.

Leikunum var frestað árið 2020, í fyrsta skiptið í sögunni, og var á­kveðið að halda þá án á­horf­enda í sumar. Fjöl­margir fylgdust þó með leikunum í ár annars staðar og virtist lokunar­há­tíðin falla vel í kramið.

Við lok há­tíðarinnar söfnuðust allir Ólympíu­fararnir saman og sendu kveðju til íbúa Japan með því að mynda hjarta með höndunum.

Hér fyrir neðan má finna myndir frá lokunarhátíðinni.

Abdi Nageeye frá Hollandi, Eliud Kipchoge frá Kenýu, og Bashir Abdi frá Belgíu fengu silfur, gull og brons í maraþonhlaupi karla.
Fréttablaðið/Getty
Brigid Kosgei og Peres Jepchirchir frá Kenýu og Molly Seidel frá Bandaríkjunum fengu silfur, gull og brons í maraþonhlaupi kvenna.
Fréttablaðið/Getty
Meðlimir Takarazuka revíunnar.
Fréttablaðið/Getty
Japanska sópran söngkonan Tomotaka Okamoto flutti lag.
Fréttablaðið/Getty
Dansatriði á hátíðinni.
Fréttablaðið/Getty
BMX hjólreiðamenn sýndu hæfileika sína.
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Viðstaddir virtust skemmta sér vel.
Fréttablaðið/Getty
Japanski hópurinn gengur inn á völlinn.
Fréttablaðið/Getty
Ólympíufarar söfnuðust saman á leikvanginum.
Fréttablaðið/Getty
Forseti IOC, Thomas Bach, ásamt forseta skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó, Seiko Hashimoto.
Fréttablaðið/Getty
Kveðju skilað til Japana með að mynda hjarta með höndunum.
Fréttablaðið/Getty
Ólympíueldurinn í bakgrunni.
Fréttablaðið/Getty
Ólympíski fáninn tekinn niður og brotinn saman.
Fréttablaðið/Getty
Flugeldum var skotið upp á hátíðinni.
Fréttablaðið/Getty
Fréttablaðið/Getty
Frakkar fagna á hátíðinni en leikarnir fara fram í París árið 2024.
Fréttablaðið/Getty
Ástralir fagna.
Fréttablaðið/Getty
Þó nokkrir söfnuðust saman fyrir utan leikvanginn fyrir lokinarhátíðina.
Fréttablaðið/Getty
Örfáir mótmæltu fyrir utan leikvanginn.
Fréttablaðið/Getty
Lögregla þurfti að bregðast við sums staðar við höllina en að mestu leiti fylgdist fólk rólega með.
Fréttablaðið/Getty
Emmanuel Macron Frakklandsforseti í myndbandi fyrir Ólympíuleikana 2024 sem sýnt var á lokunarhátíðinni.
Fréttablaðið/Getty
Slökkt á eldinum.
Fréttablaðið/Getty
Þakkað fyrir á japönsku.
Fréttablaðið/Getty
Frakkarnir tóku glaðir við í París.
Fréttablaðið/Getty