Fyrrum landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur vakið mikla athygli fyrir klæðaburð sinn í setti á RÚV er hann fjallar um Heimsmeistaramótið í Katar á stöðinni.

Hann er gjarnan í mörgum lögum af flíkum og pælir klárlega mikið í tískunni.

Þetta er til umræðu í HM-hlaðvarpi Torgs (Fréttablaðsins og DV) í dag. Hörður Snævar Jónsson veltir því upp hvort Heimi sé ekki heitt í setti RÚV.

„Hvernig lifði hann það af að vera í skyrtu, peysu og nánast úlpu þarna á RÚV?“ spyr hann.

Helgi Fannar Sigurðsson bendir á að stundum þyrfti að fórna sér fyrir útlitið áður en Aron Guðmundsson tekur til máls.

„Þetta er maður sem er vanur ansi heitu loftslagi,“ segir hann, en Heimir hefur þjálfað í Katar um árabil og nú í Jamaíka.

„Ég veit ekki hvort RÚV hafi slökkt á kyndingunni til að borga fyrir þessa Katar-ferð,“ segir Aron léttur að endingu.

Hér að neðan má sjá Heimi vel klæddan í setti RÚV.

Heimir í setti RÚV
Skjáskot