„Að ósk Skóla- og frístundasviðs er óskað eftir að taka á leigu hluta húsnæðis á Laugardalsvelli fyrir Laugalækjarskóla á meðan unnið er að endurbótum á skólanum. Aðstaðan á Laugardalsvelli verður notuð undir kennslustofur fyrir hluta af nemendum Laugalækjarsóla," segir í greinagerð borgarinnar.

Um er að ræða hluta húsnæðis á 3. hæð auk sameignar. Leiga er krónur 2.286.560 á mánuði með virðisaukaskatti. Innifalið í leigunni er hiti, rafmagn og ræstingar, auk búnaður í hinu leigða, s.s. borð og stólar.

Mygla kom upp í Laugalækjarsóla fyrir áramót og nú er verið að vinna að lausnum fyrir nemendur skólans.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem aðstaða á Laugardalsvelli bjargar börnum sem þurfa að flýja skóla sinn í Reykjavík vegna myglu.

Samningur Reykjavíkurborgar og KSÍ gildir frá 13 janúar til 28 febrúar. Möguleiki er að framlengja honum ótímabundið en báðir aðilar geta sagt upp með sjö daga fyrirvara.