Kyler Murray varð í nótt sá fyrsti í sögunni sem var tekinn með einum af fyrstu tíu valréttunum í nýliðavali NFL-deildarinnar og MLB-deildarinnar.

Tæpt ár er síðan leikstjórnandinn var valinn af Oakland Athletics í nýliðavali bandarísku hafnaboltadeildinni en eftir frábært tímabil í bandaríska háskólaruðningnum ákvað Murray að velja NFL-deildina.

Þótt að algengt sé að leikstjórnendur í NFL-deildinni séu einnig öflugir í hafnabolta er Murray sá fyrsti í sögunni sem er valinn með meðal tíu efstu í báðum deildunum.

Alls voru þrír leikstjórendur teknir í fyrstu umferðinni, Risarnir frá New York tóku Daniel Jones og Washington Redskins völdu Dwayne Haskins.

San Fransisco 49ers valdi Nick Bosa með öðrum valrétt og er hann því þriðji fjölskyldumeðlimurinn sem er valinn í fyrstu umferð nýliðvalsins.

Það er í fyrsta sinn síðan Peyton, Eli og Archie Manning voru teknir í fyrstu umferð nýliðvalsins.