Lögmaður Steenkamp fjölskyldunnar segir að það hafi sjokkerað fjölskylduna þegar að yfirlýsing var gefin út þess efnis að verið væri að meta það hvort Pistorius yrði sleppt úr haldi á reynslulausn. Hins vegar sé Steenkamp fjölskyldan reiðubúin til þess að hitta hann.

Þetta er hluti af kerfi í Suður-Afríku sem gæti á íslensku kallast annað tækifæri. Hluti af kerfinu felur í sér að afbrotamenn tali við fórarlömb sín eða ættingja þeirra og viðurkenni brot sitt og skaðann sem þeir hafa valdið.

June og Barry Steenkamp, foreldrar Reevu Steenkamp
GettyImages

Málið teygir anga sína aftur til ársins 2013 þegar að Pistorius, sem hafði á sér gott orð sem hlaupari, skaut þáverandi kærustu sína, Reevu Steenkamp til bana á Valentínusardaginn.

Samkvæmt vitnisburði Pistorius taldi hann að innbrótsþjófur væri kominn heim til sín og hann skaut í áttina að honum, en í raun og veru var þetta Reeva. Alls skaut Pistorius, Reevu fjórum sinnum í gegnum læsta baðherbergishurð á heimili þeirra.

Pistorius var fundinn sekur um verknaðinn og dæmdur í sex ára fangelsi árið 2015. Dómurinn varð síðan þyngdur árið 2017 og stendur í þrettán árum og fimm mánaða fangelsisdóm.