Dustin Johnson mun sniðganga golfmót Ólympíuleikanna í Tókýó ef hann öðlast þátttökurétt en umboðsmaður hans staðfesti þetta í dag.

Þetta er annað skiptið í röð sem Dustin sem er einn af bestu kylfingum heims gefur ekki kost á sér á Ólympíuleikana.

Dustin er í dag í 5. sæti styrkleikalistans og stefndi allt í að hann yrði einn af fjórum fulltrúum Bandaríkjanna áður en Dustin ákvað að gefa ekki kost á sér.

Umboðsmaður Dustin segir skjólstæðing sinn ætla að einblína á PGA-mótaröðina og lokamót FedEx-mótaraðarinnar þess í stað til að stýra álaginu betur.

Keppnin í Tókýó átti að fara fram ellefu dögum eftir Opna breksa meistaramótið og tveimur vikum áður en FedEx-úrslitakeppnin hefst.

Brooks Koepka sem er efstur á heimslistanum hefur sjálfur sagt að hann sé að íhuga hvort að hann taki þátt í Tókýó í sumar.

Þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í Ríó fyrir fjórum árum síðar gáfu fjölmargir kylfingar ekki kost á sér vegna útbreiðslu zíka veirunnar.