Ragnar Bragi Sveinsson leikmaður Fylkis og Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK komu í settið hjá Íþróttavikunni með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudögum.

Bæði lið fóru upp í Bestu deildina og voru langbest nánast í allt sumar. Besta deildin býður þeirra á næsta tímabili. Ragnar hefur lítið um hvernig undirbúningstímabilið verður hjá Fylki en Ómar gerir sér grein fyrir verkefninu sem býður. „Við gerum okkur grein fyrir því að Besta deildin er erfiðari. Tímabilið er lengra og fleiri leikir. Við þurfum klárlega að safna liði fyrir næsta ár. Við höfum séð það hjá okkur að síðustu leikjum hafa verið mjög margir ungir drengir í hóp þannig við þurfum að stækka hópinn.“

Bróðir hans Orri Sigurður er samningslaus hjá Val eftir tímabilið og þá var Matthías Vilhjálmsson orðaður við félagið í Doktor Football. „Ég hef vitað það lengi að hann væri samningslaus,“ sagði hann og hló. Orri er að jafna sig eftir meiðsli og hefur ekki spilað í sumar. „Við höfum alveg oft rætt það, og gert það áður en ég fór í þetta starf, að muni draga hann heim einhvern daginn. Hvort það verður fyrir næsta sumar verður að koma í ljós. Kannski er ég kominn í þá stöðu að mega ekkert ræða við hann,“ sagði hann og hló.

Um Matthías sagði hann. „Hann og Leifur Andri eru góðir vinir og Matti er liðsfélagi minn í áramótabolta. Ég kannski nefni þetta við hann þegar hann mætir í þann bolta.“

Ragnar Bragi benti á að Kári Jónsson, aðstoðarmaður Ómars, væri einhver besti þjálfari sem hann hefur haft. Hann ætti allt hrós skilið. „Hann hefur reynst mér vel. Hann er búinn að þjálfa lengi annan og þriðja flokk og það var búið að reyna að fá hann í félagið lengi og hann er með meiri reynslu en ég úr 11 manna bolta. Hann reyndist liðinu vel í sumar.“