KR og norska liðið Molde mættust í seinni leik liðanna í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildairinnar í knattspyrnu karla á Meistaravöllum í kvöld.

Molde vann sannfærandi 7-1 sigur þegar liðin mættust í fyrri leiknum í Molde fyrir sléttri viku og fer þar af leiðandi áfram í aðra umferð keppninnar.

Finnur Orri Margeirsson lék sinn fyrsta leik fyrir KR í nokkrur vikur eftir að hafa glímt við meiðsli.

Þá lék Björgvin Stefánsson fyrsta leikinn í þó nokkurn en hann hefur afplánað fimm leikja bann frá leikjum í deild og bikar síðasta mánuðinn um það bil.

Næsti leikur KR er gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni á sunnudaginn kemur.

Kennie Chopart brýst upp hægri vænginn í leiknum í kvöld.
Fréttablaðið/Valli