Fótbolti

Müller í banni í báðum leikjunum gegn Liverpool

Thomas Müller verður ekki með liði Bayern í leikjunum gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir að hann var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir brottvísunina gegn Ajax í lokaumferð riðlakeppninnar.

Muller reynir að taka boltann niður en endar á að sparka í hausinn á Tagliafico. Fréttablaðið/Getty

Thomas Müller verður ekki með liði Bayern í leikjunum gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir að hann var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir brottvísunina gegn Ajax í lokaumferð riðlakeppninnar.

Atvikið átti sér stað undir lok leiksins þegar Müller sá ekki Nicolas Tagliafico þegar hann reyndi að taka boltann niður og sparkaði í hausinn á argentínska bakverðinum.

Müller var vísað af velli enda þurfi að sauma saman andlitið á Tagliafico og var því ljóst að hann myndi að minnsta kosti missa af fyrri leiknum gegn Liverpool í 16-liða úrslitunum.

Nú er hinsvegar ljóst að hann mun missa af báðum leikjunum eftir að aganefnd UEFA dæmdi hann í tveggja leikja bann fyrir brotið.

Hann mun því missa af báðum leikjum Bayern og Liverpool í 16-liða úrslitunum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Fótbolti

Segja Matthías vera að semja Vålerenga

Fótbolti

Dagný sögð á leið til Portland aftur

Auglýsing

Nýjast

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Auglýsing