Fótbolti

Müller í banni í báðum leikjunum gegn Liverpool

Thomas Müller verður ekki með liði Bayern í leikjunum gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir að hann var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir brottvísunina gegn Ajax í lokaumferð riðlakeppninnar.

Muller reynir að taka boltann niður en endar á að sparka í hausinn á Tagliafico. Fréttablaðið/Getty

Thomas Müller verður ekki með liði Bayern í leikjunum gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir að hann var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir brottvísunina gegn Ajax í lokaumferð riðlakeppninnar.

Atvikið átti sér stað undir lok leiksins þegar Müller sá ekki Nicolas Tagliafico þegar hann reyndi að taka boltann niður og sparkaði í hausinn á argentínska bakverðinum.

Müller var vísað af velli enda þurfi að sauma saman andlitið á Tagliafico og var því ljóst að hann myndi að minnsta kosti missa af fyrri leiknum gegn Liverpool í 16-liða úrslitunum.

Nú er hinsvegar ljóst að hann mun missa af báðum leikjunum eftir að aganefnd UEFA dæmdi hann í tveggja leikja bann fyrir brotið.

Hann mun því missa af báðum leikjum Bayern og Liverpool í 16-liða úrslitunum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Fótbolti

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Fótbolti

Mourinho búinn að neita nokkrum starfstilboðum

Auglýsing

Nýjast

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Gunnar niður um eitt sæti á styrk­leika­lista UFC

City og Barcelona að berjast um Saul

Auglýsing