Jose Mourinho var spurður út í næsta skref sitt á dögunum og lýsti hann yfir áhuga á að prófa nýja áskorun og taka við landsliði.

Mourinho hefur áður stýrt liðum Porto, Inter, Real Madrid, Manchester United og Chelsea í tvígang og hefur hann náð árangri hjá öllum liðunum.

Eftir að Mourinho var sagt upp hjá Manchester United í vetur hefur sá portúgalski verið reglulegur gestur í sjónvarpi sem sérfræðingur í að leikgreina leiki.

„Ég væri til í að prófa nýja áskorun, það yrði gaman að reyna að vinna HM og EM með landsliði. Ég hef lengi haft augastað á því að prófa það að stýra landsliði og þetta gæti verið rétti tíminn. Það þarf ekki endilega að vera að Portúgal henti.“