Íslendingurinn Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodo/Glimt og lagði upp eitt af mörkum liðsins í sigrinum á Roma. Úrslitin hafa vakið heimsathygli enda er Roma eitt af betri liðum Ítalíua en Bodo/Glimt er norskur meistari. Kalt var í veðri í Noregi og fór það illa í Ítalana.

Mourinho gerði margar breytingar á byrjunarliði sínu. Norska liðið gekk á lagið og pakkaði lærisveinum Mourinho saman. Ítalskir fjölmiðlar eru lítt hrifnir.

Corriere dello Sport talar um martröð

Mourinho er á sínu fyrsta tímabili með Roma og hefur farið ágætlega af stað með félaginu í deildinni. Tapið í Sambandsdeildinni hefur hins vegar vakið mikla furðu.

Tuttosport talar um harmleik.
Verdens Gang í Noregi vitnar í það að Mourinho sé kallaður The Special One.