Enski boltinn

Mourinho og Conte grafa stríðsöxina

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, og Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, leiða saman hesta sína í úrslitaleik enska bikarsins á Wembley. Mourinho og Conte sem hafa eldað grátt silfur saman í vegar hafa ákveðið að grafa stríðsöxina.

José Mourinho og Antonio Conte takast í hendur eftir leik liðanna í vetur. Fréttablaðið/Getty

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, og Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, leiða saman hesta sína í úrslitaleik enska bikarsins á Wembley. Mourinho og Conte sem hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár hafa ákveðið að grafa stríðsöxina.

Mourinho og Conte hafa hnýtt í hvorn skotum undanfarnar tvær leiktíðir, en porúgalski knattspyrnustjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir bikarúrsltaleik liðanna að þeir kumpánar hefðu samið frirð. 

„Við tókumst í hendur eftir leik okkar á Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Ég bauð honum svo á skrifstofu mína þar sem við ræddum málin. Samband okkar er í fínasta lagi þessa stundina og þið megið ekki búast við erjum okkar á milli í aðdraganda leiksins," sagði Mourinho á blaðamannafundinum.

Bæði Manchester United og Chelsea hafa ekki unnið titil á yfirstanandi leiktíð og því mun annað liðið fara slypp og snautt frá tímabilinu á meðan hitt fer glatt inn í sumarið með bikarmeistaratitil í farteskinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

City að kaupa ungan króatískan miðjumann

Enski boltinn

Aron Einar að fá nýjan liðsfélaga frá Everton

Enski boltinn

Bielsa segist hafa njósnað um öll lið deildarinnar

Auglýsing

Nýjast

Íslandi dugar jafntefli í dag

„Japan er á hár­réttri leið undir stjórn Dags“

Torsóttur sigur skilaði Íslandi úrslitaleik í dag

Sjötti sigur Vals í röð

Spánn keyrði yfir Makedóníu í seinni hálfleik

Næsti bar­dagi Gunnars stað­festur: Fer fram í London

Auglýsing