Enski boltinn

Mourinho og Conte grafa stríðsöxina

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, og Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, leiða saman hesta sína í úrslitaleik enska bikarsins á Wembley. Mourinho og Conte sem hafa eldað grátt silfur saman í vegar hafa ákveðið að grafa stríðsöxina.

José Mourinho og Antonio Conte takast í hendur eftir leik liðanna í vetur. Fréttablaðið/Getty

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, og Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, leiða saman hesta sína í úrslitaleik enska bikarsins á Wembley. Mourinho og Conte sem hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár hafa ákveðið að grafa stríðsöxina.

Mourinho og Conte hafa hnýtt í hvorn skotum undanfarnar tvær leiktíðir, en porúgalski knattspyrnustjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir bikarúrsltaleik liðanna að þeir kumpánar hefðu samið frirð. 

„Við tókumst í hendur eftir leik okkar á Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Ég bauð honum svo á skrifstofu mína þar sem við ræddum málin. Samband okkar er í fínasta lagi þessa stundina og þið megið ekki búast við erjum okkar á milli í aðdraganda leiksins," sagði Mourinho á blaðamannafundinum.

Bæði Manchester United og Chelsea hafa ekki unnið titil á yfirstanandi leiktíð og því mun annað liðið fara slypp og snautt frá tímabilinu á meðan hitt fer glatt inn í sumarið með bikarmeistaratitil í farteskinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Enski boltinn

Dortmund sýnir Origi áhuga

Enski boltinn

Sarri ætlar að reyna að leggja frá sér sígaretturnar

Auglýsing

Nýjast

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Köstuðu leik­föngum til veikra barna | Mynd­band

Auglýsing