Enski boltinn

Mourinho og Conte grafa stríðsöxina

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, og Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, leiða saman hesta sína í úrslitaleik enska bikarsins á Wembley. Mourinho og Conte sem hafa eldað grátt silfur saman í vegar hafa ákveðið að grafa stríðsöxina.

José Mourinho og Antonio Conte takast í hendur eftir leik liðanna í vetur. Fréttablaðið/Getty

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, og Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, leiða saman hesta sína í úrslitaleik enska bikarsins á Wembley. Mourinho og Conte sem hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár hafa ákveðið að grafa stríðsöxina.

Mourinho og Conte hafa hnýtt í hvorn skotum undanfarnar tvær leiktíðir, en porúgalski knattspyrnustjórinn sagði á blaðamannafundi fyrir bikarúrsltaleik liðanna að þeir kumpánar hefðu samið frirð. 

„Við tókumst í hendur eftir leik okkar á Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Ég bauð honum svo á skrifstofu mína þar sem við ræddum málin. Samband okkar er í fínasta lagi þessa stundina og þið megið ekki búast við erjum okkar á milli í aðdraganda leiksins," sagði Mourinho á blaðamannafundinum.

Bæði Manchester United og Chelsea hafa ekki unnið titil á yfirstanandi leiktíð og því mun annað liðið fara slypp og snautt frá tímabilinu á meðan hitt fer glatt inn í sumarið með bikarmeistaratitil í farteskinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Enski boltinn

Jose Mourinho sleppur við kæru

Fótbolti

Sér alltaf nokkra leiki fram í tímann

Auglýsing

Nýjast

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

„Allt til staðar til að gera góða hluti saman næstu árin“

Jón Þór: Eigum að stefna á að komast á stórmót

Hittu „drottningu fimleikanna“

Jeffs verður aðstoðarmaður Jóns Þórs

Auglýsing