Enski boltinn

Mourinho njósnar um miðjumann frá Serbíu

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er farinn að huga að leiðum til þess að styrkja leikmannahóp liðsins í janúarglugganum.

Sergej Milinkovic-Savic í leik með Lazio fyrr á leiktíðinni. Fréttablaðið/Getty

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var staddur á leik Serbíu og Svartfjallalands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu karla sem fram fór í gærkvöldi. 

Enskir fjölmiðlar telja að hann hafi verið að fylgjast með frammistöðu Sergej Milinkovic-Savic í þeim leik. 

Mourinho hefur í töluverðan tíma rætt við forráðamenn félagsins sem og opinberlega um þörfina á að bæta við öflugum leikmönnum í leikmannahóp sinn. 

Milinkovic-Savic, sem er 23 ára miðvallarleikmaður, kom inná þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum og lagði upp seinna mark Aleksandar Mitrovic í 2-0 sigri Serba. 

Milinkovic-Savic lagði boltann fyrir Mitrovic með laglegri hælsendingu og framherji Fulham kláraði færið af stakri prýði. 

Það er svo spurning hvort að frammistaða hans og stoðsendingin dugi til þess að heilla Mourinho og verði til þess að Portúgalinn geri tilboð í hann í janúar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Mané braut þumalputta á æfingu

Enski boltinn

Mourinho sagði hórusonum að fokka sér

Enski boltinn

Matic tæpur fyrir leikinn gegn Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Raunhæft að stefna á Tókýó 2020

Markmiðið var að vinna gull

Selfoss á toppinn

Snæfell áfram með fullt hús stiga

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Keflavík gengur frá þjálfaramálum sínum

Auglýsing