Enski boltinn

Mourinho starfar af heilum hug hjá Man.Utd

Ekkert fararsnið er á José Mourinho knattspyrnustjóra Manchester United, en hann hefur undanfarið verið orðaður við starfið hjá Real Madrid.

José Mourinho á blaðamannafundi í vikunni. Fréttablaðið/Getty

Portúgalski umboðsmaðurinn Jorge Mendes sem sér um mál samlanda síns knattspyrnustjórans José Mourinho hefur gefið út yfirlýsingu þar sem fram kemur að Mourinho muni standa við samning sinn hjá Manchester United. 

Mendes er þarna að bregðast við sögusögnum þess efnis að Mourinho hafi hug á því að snúa aftur á Santiago Bernabéu og taka við Real Madrid næsta sumar. 

„Jose er afar ánægður hjá Manchester United og félagið er ánægt með hans störf. Hann er á langtímasamningi hjá félaginu og einbeiting hans er að fullu á því að skapa sigurhefð hjá enska liðinu," segir Mendes í yfirlýsingu sinni.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Mourniho hjá Manchester United en liðið situr í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með 23 stig og er 18 stigum á eftir nágrönnum sínum Manchester City sem trónir á toppi deildarinnar. 

Mauricio Pochettino sem heldur um stjórnartaumanan hjá Tottenham Hotspur hefur verið sterklega orðaður við að taka við starfinu af Mourinho sem og við starfið hjá Real Madrid. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Enski boltinn

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

Enski boltinn

Newport tókst að stríða City í enska bikarnum

Auglýsing

Nýjast

Jón Dagur sá rautt

„Vorum að vinna frábært lið í dag“

„Ætluðum okkur stærri hluti í dag“

„Ekkert grín að elta Elvar í heilan leik“

„Ætlum að vinna alla þrjá titlana“

Stjarnan bikar­meistari í fjórða sinn

Auglýsing