José Mourinho hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur.

Mourinho tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham Hotspur af Mauricio Pochettino haustið 2019.

Breskir fjölmiðlar segja Að Ryan Mason og Chris Powell muni stýra Tottenham Hotspurog út yfirstandandi keppnistímabil.

Tottenham Hotspur situr sem stendur í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla en liðið er fimm stigum frá sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð þegar sex umferðir eru eftir af deildinni.

Liðið er úr leik í Evrópudeildinni og enska bikarnum en Mourinho stýrði liðinu hins vegar í úrslitaleik enska deildabikarsins þar sem liðið mætir Manchester City.