Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, kveðst haga undirbúningi liðsins eins og það muni mæta Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn kemur.

Svo gæti hins vegar farið að leiknum verði frestað þar sem tíu leikmenn Aston Villa hafa greinst með kórónaveirunar en unglingalið félagsins mætti Liverpool í 64 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á föstudaginn var vegna þess.

Mourinho segir að í ljósi þess að deildarleik Tottenham Hotspur og Fulham í hafi verið frestað á dögunum sé ómögulegt að fresta komandi leik gegn Aston Villa.

„Það hefur enginn sagt mér annað en að leikurinn við Aston Villa fari fram á settum tíma á miðvikudaginn kemur. Við munum því undirbúa okkur næstu daga eins og við séum að fara að spila á miðvikudagskvöldið," sagði Mourinho í samtali við enska fjölmiðla eftir sigur Tottenham gegn sjöttudeildarliðinu Marine í enska bikarnum í gær.