Jose Mourinho sendi leikmönnum sínum kaldar kveðjur á Instagram-síðu sinni eftir óvænt tap Tottenham gegn Antwerp í gærkvöld.

Mourinho gaf leikmönnum sem hafa verið utan leikmannahópsins tækifæri í gær og tókst þeim ekki að grípa gæsina.

Sá portúgalski gerði fjórar breytingar í hálfleik og fimmtu breytinguna skömmu síðar en honum tókst ekki að bjarga stöðunni.

Í viðtölum eftir leik sagði Mourinho að hann hefði getað gert ellefu breytingar á byrjunarliðinu.

Eftir leikinn setti Mourinho færslu á Instagram þar sem hann sagði lélegar frammistöður skila lélegum úrslitum.

Vonandi að aðrir væru jafn svekktir og hann og hann myndi sjá leikmennina á æfingu næsta morgun.