Enski boltinn

Mourin­ho: Ekkert nýtt að fé­lagið detti út á þessu stigi

Jose Mourinho fannst ekkert stórmál að Manchester United skyldi detta úr leik í Meistaradeildinni í 16-liða úrslitum, hann sló liðið úr keppni á sama stigi er hann stýrði Porto og síðar meir Real Madrid.

Mourinho gengur af velli þungt hugsi eftir leikinn gegn Sevilla í gær. Fréttablaðið/Getty

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir ekkert óeðlilegt fyrir félagið að detta út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, hann hafi í tvígang slegið liðið út á þessu stigi er hann stýrði öðrum liðum.

Mourinho var töluvert gagnrýndur eftir leik Manchester United og Sevilla í gær en eftir 2-1 sigur spænska félagsins er Manchester United úr leik. Nálgaðist Mourinho báða leikina af mikilli varfærni og kom það í bakið á hans mönnum.

Hann vildi ekki blása málið upp á blaðamannafundi eftir leik, benti á að algengt væri að félagið væri úr leik eftir 16-liða úrslitin og að samkeppnisaðilarnir væru ekkert í betri málum.

„Ég vill ekki vera of dramatískur, við höfum engan tíma til að sleikja sárin þar sem það er leikur á laugardaginn. Ég hef setið í þessum stól eftir að að hafa slegið Manchester United út í 16-liða úrslitum í tvígang svo þetta er ekkert nýtt fyrir félagið en auðvitað er alltaf svekkjandi að tapa á heimavelli,“ sagði Mourinho.

Undir hans stjórn sló Porto út Manchester United árið 2004 en seinna meir sló hann liðið út á síðasta ári Alex Ferguson með United þegar Mourinho stýrði Real Madrid.

„Þetta kallar á breytingar, allir eyða peningum og fjárfesta í liði sínu. Það eru ekki bara við. Við reyndum okkar besta en töpuðum leiknum og þannig er fótbolti. Þótt að tölfræðin segi hitt eða þetta þá fannst mér spilamennskan ekkert slök.“

Mourinho var þar næst spurður út í stöðu annarra enskra liða.

„Liverpool komst áfram í næstu umferð, það er satt en þeir eru úr leik í enska bikarnum. Tottenham er úr leik í báðum bikurum.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Marti­al sagður vilja burt frá United

Enski boltinn

Frá Sunderland til Kína

Enski boltinn

Viðræðum við Liverpool um Fekir lokið

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Svipta Pogba markinu gegn Ástralíu

Sport

Vilja Hannes í ensku úrvalsdeildina

HM 2018 í Rússlandi

Engin æfing hjá landsliðinu í dag

HM 2018 í Rússlandi

Alfreð upp að hlið Arnórs og Ríkharðs

HM 2018 í Rússlandi

Heimir segir stigið gegn Argentínu verðskuldað

HM 2018 í Rússlandi

Birkir fékk treyjuna hjá Messi

Auglýsing