Lögreglan þurfti að handtaka nokkra mótmælendur sem reyndu að brjóta sér leið inn á athöfnina þegar Ólympíueldurinn var tendraður í Ólympíu í Grikklandi fyrir Vetrarólympíuleikana í Beijing.

Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, var viðstaddur og fullyrti að Vetrarólympíuleikarnir færu fram samkvæmt áætlun.

Mótmælendurnir voru meðal annars með þjóðfána Tíbet og skilaboð um að Ólympíuleikar ættu ekki að fara fram í ljósi þjóðarmorða en kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um mannréttindabrot í Tíbet.

Tókst þeim að komast inn á svæðið en lögreglunni tókst að koma í veg fyrir að mótmælendunum tækist að trufla viðburðinn.