Lögreglan í Northamptonskíri í Bretlandi hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að sjö mótmælendur hafi verið handteknir í tengslum við að hafa hlaupið inn á Silverstone kappakstursbrautina við upphafi Formúlu 1 kappakstursins í gær.

Mótmælendurnir vildu vekja athygli á stöðu jarðarinnar í loftslagsmálum en segja má að það hafi verið lán í óláni að rauðu flaggi hafi verið veifað og keppnin stöðvuð vegna áreksturs við upphaf fyrsta hringjar.

Ef keppnin hefði ekki verið stöðvuð hefðu mótmælendur sig og ökumenn í mjög mikla hættu. Þó ber að hafa það í huga að það fylgir því alltaf hætta að hlaupa inn á kappakstursbraut þar sem bílum er ekið á yfir 300 kílómetra hraða á klukkustund.

Alls náðu fimm einstaklingar að hlaupa inn á brautina en sjö hafa verið handteknir í tengslum við atvikið. Mótmælendurinir hlupu inn á brautina við Wellington beina kaflann og settust niður. Þeir voru að loknum dregnir í burtu af öryggisvörðum.

Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 segir hegðun mótmælendanna út úr korti:

,,Þetta er fullkomlega ábyrgðarlaus hegðun. Fólk getur mótmælt með því að nota rödd sína en það að hlaupa inn á kappakstursbraut og eiga í hættu á að geta valdið sér og ökumönnum miklum sársauka er fullkomlega heimskulegt."

Hann segir þetta ekki ásættanlegt. ,,Þú getur mótmælt því sem þú vilt, við búum við málfrelsi en þetta er fáránlegt."