Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, sagði á blaðamannafundi sem haldinn er þessa stundina þar sem hertar aðgerðir í sóttvörnum eru kynntar að farið verði fram á það við íþróttahreyfinguna að mótahaldi í fullorðinsflokki, það er hjá þeim sem eru fæddir 2004 og fyrr, verði frestað til 10. ágúst næstkomandi.

Þá verði öllum kappleikjum fullorðinna, á sama á sama aldursbili og áður greinir frá, verði frestað um viku. Ekki liggur fyrir hvort að leikjum kvöldsins sem fram eiga að fara í bikarkeppni karla og Íslandsmóti karla og kvenna í knattspynu muni fara fram en aðgerðirnir eiga að taka gildi í hádeginu á morgun.

Fjölda­tak­mörk­un vegna kór­ónu­veirunn­ar mun þá miðast við 100 ein­stak­linga í stað 500 sem gildir nú. Þar að auki verður tveggja metra regl­an skyldubundin þar sem fólk kemur saman en ekki valkvæð eins og verið hefur síðustu vikurnar.