Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum þegar lið hans, AGF, hafði betur með fjórum mörkum gegn þremur í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í gær. Midtjylland trónir á toppi deildarinnar með 69 stig á meðan AGF er í þriðja sæti með 54 stig.

Þessi öflugi kantmaður hefur nú skorað átta mörk í þeim 24 deildarleikjum sem hann hefur leikið með AGF á yfirstandandi leiktíð.

AGF er í góðri stöðu með að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni á næsta keppnistímabili en liðið komst níu stigum á undan Nordsjælland og Bröndby sem eru í sætunum fyrir neðan með sigrinum í gær. Liðin sem hafna í öðru til fjórða sæti fara í Evrópudeildina fyrir Danmerkur hönd næsta vetur.

Mörkin sem Jón Dagur skoraði í leiknum má sjá í myndskeiðinu hér að neðan.