Alvaro Morata, leikmaður Chelsea og spænska landsliðsins, hefur sett sér það sem markmið að komast aftur til ítölsku meistaranna í Juventus.

Morata hefur ekki náð sér á strik undanfarna mánuði eftir góða byrjun hjá Chelsea en hann var dýrasti leikmaður í sögu félagsins er Chelsea keypti hann frá Real Madrid.

Hefur hann áður leikið fyrir Juventus með góðum árangri en ítalskir fjölmiðlar segja að forráðamenn Juventus hafi áhuga á að fá hann aftur til liðsins.

Hefur hann verið varaskeifa hjá Chelsea undanfarnar vikur eftir að félagið keypti Olivier Giroud en hann hefur aðeins skorað þrjú mörk eftir áramót.